1 af 9

Ræðumenn dagsins á Ísafirði sendu verkalýðsforystunni og stjórnum lífeyrissjóða brýningu á baráttufundi í tilefni af 1. maí hátíðarhöldum stéttarfélaganna á Ísafirði. Bergvin Eyþórsson sjómaður og trúnaðarmaður hjá Verk Vest var aðalræðumaður dagsins og gerði yfirskrift dagsins að umræðuefni. Þar hvatti hann stjórnir lífeyrissjóða til að byggja íbúðir á hagstæðum kjörum fyrir sjóðfélaga. Einnig gerði Bergvin ofsagróða útgerðarinnar og óbilgirnin í samningaviðræðum góð skil í ræðu sinni, en ræðu Bergvins í heild sinni má lesa hér.

Kolbrún Sverrisdóttir verkakona og trúnaðarmaður hjá Verk Vest sendi verkalýðsforystunni og lífeyrissjóðakerfinu tóninn í pistli dagsins. Sagði Kolbrún forystuna hafa fjarlægst verkafólk ásamt því vera komin í einkavæðingu ASÍ með atvinnurekndum. Þessu yrði að breyta og hún tryði því að nú væri tími verkakólks innan ASÍ kominn. Pistil Kolbrúnar má lesa hér

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.