þriðjudagurinn 15. september 2009

Viðmiðunarverð á þorski og karfa hækkar

Júllinn í hópsiglingu sjómannadags 2009
Júllinn í hópsiglingu sjómannadags 2009
Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 7. september 2009 var ákveðið að hækka viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum þorski um 5% og viðmiðunarverð á karfa um 10%. Verðhækkunin tekur gildi 7. september. Þá skal einnig minnt á fæðispeningar sjómanna á fiskiskipum hækkuðu frá og með 1.júní 2009. Hækkunin nemur 17,5% og kemur til vegna hækkunar vísitölu neysluverðs frá 1.maí 2008 til maí 2009. Sjómönnum á fiskiskipum sem ekki hafa fengið þessa hækkun er bent á að gera útgerð viðvart og óska eftir leiðréttingu.  

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.