miðvikudagurinn 16. apríl 2008

" Grípa þarf til tafalausra aðgerða "

  

Á fundi framkvæmdarstjórnar  Starfsgreinasambandsins var samþykkt að gefin yrði út ályktun vegna þeirra stöðu sem launþegar standa nú frammi fyrir í efnahagsmálum. Það er með öllu ólíðandi að sá kaupmáttur og stöðugleiki sem var rauði þráðurinn í kjarasamningunum skuli nú vera í hættu. Eins er með öllu óskiljanlegt að stór hluti þingmanna og ráðherra skuli vera staddir erlendis þegar ástandið heimafyrir stefnir hraðbyri í strand og ekki nema tæpir tveir mánuðir eftir af þinghaldi.  Ályktun Starfsgreinasambandsins má sjá hér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.