miðvikudagurinn 28. apríl 2010

ORLOF 2010

ORLOFSUPPBÓT 2010

 

Hjá verkafólki - kr. 25.800

Hjá verslunar og skrifstofufólki - kr. 19.500

Starfsmenn sveitarfélaga - kr. 25.800

Hjá iðnaðarmönnum - kr. 25.800

Iðnnemar fá nú sömu orlofs- og
desemberuppbót og aðrir.

ORLOF 2010

 

Lágmarksorlof skal vera 24 virkir dagar,
eða 2 dagar fyrir hvern unnin mánuð.
Lágmarksorlofslaun skulu vera 10,17% af öllum launum.

 

Verkafólk.

Eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein:

25 dagar - 10,64% orlofslaun.

Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki:

30 dagar - 13,04% orlofslaun.

 

Verslunar- og skrifstofufólk.

Eftir 5 ára starf í sömu starfsgrein:

25 dagar - 10,64% orlofslaun.

Eftir 5 ára starf hjá sama fyrirtæki:

27 dagar - 11,59% orlofslaun.

Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki:

30 dagar - 13,04% orlofslaun.

 

Byggingarmenn.

Eftir 5 ára starf í sömu starfsgrein:

28 dagar - 12,07% orlofslaun.

Eftir 5 ára starf hjá sama fyrirtæki:

29 dagar - 12,55% orlofslaun.

Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki:

30 dagar - 13,04% orlofslaun.

Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt
vegna starfa hjá sama vinnuveitanda,
öðlast hann að nýju eftir þriggja ára
starf hjá nýjum vinnuveitanda.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.