þriðjudagurinn 12. september 2006

Ályktun stjórnarfundar um samgöngumál

Ályktun.

Stjórnarfundur Verk-Vest, haldinn á Reykhólum 9. sept. 2006, vill enn og ítrekað

vekja máls á því að bættar samgöngur eru ein af undirstöðunum til að tryggja og

viðhalda byggð í landinu. Eitt brýnasta verkefnið hvað varðar Vestfirði er að tengja

byggðir fjórðungsins með góðum vegum sem nýtast allt árið.


Barist hefur verið fyrir því að vegir á heiðum og hálsum, sem gjarnan eru tepptir

stóran hluta árs, verði færðir niður á láglendi, yfir firði og fyrir nes.

Ein af þeim hugmyndum er vegalagning í Barðastrandarsýslu, frá Melanesi yfir

Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð, u.þ.b. 15 km. leið og losna þar með við

hættulegan veg yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls.


Stjórnin tekur undir óskir heimamanna á Reykhólum um að þessi vegagerð, sem

Vegagerð ríkisins mælir með og kölluð er leið B, verði valin. Við verðum að treysta

því að við slíkar framkvæmdir sýni þeir sem verkið vinna fyllstu gát svo umhverfinu

verði ekki spillt, enda hefur vegagerðin sýnt í verkum sínum að hún er þess trausts

verð.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.