föstudagurinn 7. nóvember 2014

Desemberuppbót 2014

Desemberuppbót skal greidd ekki síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Fullt ársstarf telst 45 unnar vikur eða meira.


Full desemberuppbót 2014 er sem hér segir:


Verkafólk, starfsmenn á veitinga-, þjónustu- og greiðasölustöðum, beitningamenn á smábátum, starfsmenn á bændabýlum, starfsmenn ríkisstofnana........... 73.600
verslunar- og skrifstofufólk................................. 73.600
Kalkþörungaverksmiðjan Bíldudal..................... 75.149
Þörungaverksmiðjan Reykhólum..................... 109.287
Starfsmenn sveitarfélaga.................................... 93.500


þriðjudagurinn 9. september 2014

Félagsfundur Verk Vest

Boðað er til félagsfundar þriðjudaginn 16. september. Fundurinn verður haldinn á Hótel Ísafirði og hefst kl.18.30. Boðið verður upp á léttan kvöldverð.

Dagskrá:

1. Kosning fulltrúa á Þing ASÍ

2. Kjarmál og komandi kjaraviðræður

3. Kynning á samrunaviðræðum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga

4. Orlofshús á Spáni

5. Önnur mál


þriðjudagurinn 3. júní 2014

Orlofsuppbót 2014 - athugaðu þinn rétt !

Þeir sem starfa á alemnnum vinnumarkaði eða hjá ríkisstofnunum og sveitafélögum eiga að fá greidda orlofsuppbót. Allt starfsfólk sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí eiga rétt á uppbótinni. Upphæðir má sjá hér.

mánudagurinn 5. maí 2014

Félagsfundur Verk Vest

Ert þú félagsmaður í Verk Vest og vilt starfa í stjórn Lífeyrissjóðs Vestfirðinga? Ef svo er endilega mættu á félagsfund Verk Vest sem verður haldinn á Hótel Ísafirði miðvikudaginn 14. maí 2014 kl.18.00.

miðvikudagurinn 8. janúar 2014

Póstatkvæðagreiðsla

Félögin sem að samningum standa, hvetja þig til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Atkvæði verða að hafa borist kjörstjórn félagsins sem staðsett er í Pólgötu 2 á Ísafirði fyrir kl. 17:00, þann 21. janúar nk. Atkvæði sem berast eftir það verða ekki talin, póststimpill gildir ekki.

mánudagurinn 11. nóvember 2013

Desemberuppbót 2013

Desemberuppbót 2013

Almenni samningur milli SGS og SA 

  52.100 kr.

Starfsfólk á hótel og veitingastöðum ( bensínstöðvar )

  52.100 kr.

Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS

  52.100 kr.

Samingur SGS og Launanefndar sveitarf.

  80.700 kr.

Starfsfólk Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum

  86.855 kr.

Samningur verslunar og skrifstofufólks

  59.200 kr.

Vinnustaðasamningur Ísl. Kalkþörungafélagsins

  71.732 kr.

Bændsamtök Íslands og SGS

  52.100 kr.

Landsamband smábátaeigenda og SGS (beitningin)

  52.100 kr.

Kjarasamningar iðnaðarmanna ( Samiðn )

  52.100 kr.


þriðjudagurinn 11. júní 2013

Lokað á Patreksfirði

Skrifstofa félagsins á Patreksfirði verður lokuð dagana 14 - 21. júní vegna sumarleyfis. Hægt verður að kaupa miða í Hvalfjarðargöng í Sjóræningjasetrinu meðan á lokun stendur.

föstudagurinn 31. maí 2013

Orlofsuppbótin 2013

Hjá verkafólki - kr. 28.700

Hjá verslunar og skrifstofufólki - kr. 21.600

Starfsmenn sveitarfélaga - kr. 38.000

Starfsmenn ríkisstofnana - kr. 28.700

Hjá iðnaðarmönnum - kr. 28.700 (Iðnnemar fá sömu orlofs- og desemberuppbót og aðrir)

Nánar hér.


laugardagurinn 20. apríl 2013

Aðalfundur Verk Vest 14. maí

Aðalfundur Verk Vest verður þriðjudaginn 14. maí kl.18.30. Boðið verður upp á léttan málsverð í upphafi aðalfundar.

föstudagurinn 1. febrúar 2013

Tillaga trúnaðarráð til stjórnarkjörs 2013

A - listi trúnaðarráðs Verk Vest til stjórnarkjörs 2013. Sjá nánar auglýsingu um stjórnarkjör 2013.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.