Frá og með 1. janúar 2008 munu styrkir til aukinna ökuréttinda hækka úr kr. 81.000.- í kr. 100.000.- 

Hér er um að ræða hækkun sem færir styrki til aukinna ökuréttinda hjá Landsmennt nær þeirri upphæð sem Starfsafl var að greiða á síðasta ári en þar voru styrkir til aukinna ökuréttinda að upphæð 101.000.- og verða áfram þannig á þessu ári.

Sjómennt ákvað að hækka sína styrki vegna aukinna ökuréttinda í kr. 100.000.- á þessu ári og því þótti eðlilegt að Landsmennt gerði það líka. Engin önnur breyting var gerð á upphæðum annarra styrkja.

Upplýsingar á heimasíðu Landsmenntar verða uppfærðar með tilliti til þessarar breytingar.


mánudagurinn 31. desember 2007

Skattabreytingar um áramót

Þann 1. janúar 2008 hækkar persónuafsláttur einstaklinga um 5,86% eða 1.884 kr. vegna hækkunar vísitölu neysluverðs milli desember 2006 og 2007. Við það munu skattleysismörkin hækka um kr. 5.274 frá sama tíma.
Ástæðu þessarar hækkunar má rekja til þess að Alþýðusamband Íslands samdi um það við síðustu ríkisstjórn við endurskoðun kjarasamninga í júní 2006 að taka aftur upp verðtryggingu persónuafsláttar og þar með skattleysismarka , og kemur það til framkvæmda nú um áramótin.

mánudagurinn 24. desember 2007

Gleðileg jól!

Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Merry Christmas and a happy new year!

Wesolych Swiat Bozego Narodzenia.

Priecigus Ziemsvetkus un laimigu Jauno Gadu!

Maligayang Pasko at manigong bagong taon.

เมอรี่คริสต์มาส และสวัสดีปีใหม่


Skrifstofa félagsins verður lokuð yfir hátíðarnar, nema hvað opið verður fimmtudag og föstudag, 27. og 28. des.
3. janúar hefst svo hefðbundin starfsemi á nýju ári.


miðvikudagurinn 7. nóvember 2007

Eldri félögum Verk Vest veittur styrkur

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga samþykkti á fundi þann 6. nóv. að veita eldri félögum kr5000,- í styrk hyggist þeir sækja fræðslu eða tómstundanámskeið. Í skammdeginu gefst oft færi á að sækja margskonar námskeið, hvort heldur sem er til fræðslu eða tómstunda.
Meira

þriðjudagurinn 6. nóvember 2007

Nýr fræðsluvefur um lífeyrismál

Mánudaginn 29. október sl. var opnaður nýr fræðsluvefur Landssamtaka lífeyrissjóða um lífeyrismál. Vefslóðin er http://www.gottadvita.is/. Vefnum er skipt í tvo megin þætti.  Annars vegar er að finna mikilvægar spurningar og svör um lífeyrissjóðina og lífeyrisréttindi.

Meira

þriðjudagurinn 6. nóvember 2007

Nýr fræðsluvefur um lífeyrismál

Mánudaginn 29. október sl. var opnaður nýr fræðsluvefur Landssamtaka lífeyrissjóða um lífeyrismál. Vefslóðin er http://www.gottadvita.is/. Vefnum er skipt í tvo megin þætti.  Annars vegar er að finna mikilvægar spurningar og svör um lífeyrissjóðina og lífeyrisréttindi.

Meira

Fáar krónur fórn dýru verði keyptar
Fáar krónur fórn dýru verði keyptar
Ágætu félagsmenn stöndum vörð um réttindi okkar, tökum ekki þátt í "gerviverktöku" þar sem fólk er verktakar í orði en í reynd er fólk launamenn án samningsbundinna trygginga.
Meira

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.