Starfsfólk Miðfells mætt til fundar hjá Verk Vest
Starfsfólk Miðfells mætt til fundar hjá Verk Vest
Á fundi með starfsfólki rækjuverksmiðju Miðfells á Ísafirði, tilkynnti Elías Oddsson framkvæmdarstjóri um þá ákvörðun stjórnar Miðfells að óska eftir að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskifta. Þetta mun haf þær alvarlegu afleiðingar í för með sér að um 40 manns muni missa vinnuna ef skiftastjóri kýs að halda ekki áfram rekstri Miðfells.
Meira

mánudagurinn 25. júní 2007

Fundað á Ströndum og Reykhólum

Á Hólmavík. Þröstur Áskelsson, Ágústa Ragnarsdóttir og Sigurlaug Stefánsdóttir
Á Hólmavík. Þröstur Áskelsson, Ágústa Ragnarsdóttir og Sigurlaug Stefánsdóttir
1 af 2
Miðvikudaginn 20. júní og fimmtudaginn 21. júní voru haldnir aðalfundir deilda félagsins á Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verk-Vest sat fundina ásamt Helga Ólafssyni starfsmanni skrifstofunnar.

Meira

mánudagurinn 21. maí 2007

120 FÉLÖGUM VERK - VEST SAGT UPP STÖRFUM

Framkvæmdarstjóri og forsvarsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Kambs á Flateyri héldu fund með starfsfólki ásamt fulltrúum frá Verk Vest föstudaginn 18. maí. Á fundinum tilkynnti Hinrik Kristjánsson framkvæmdarstjóri Kambs þau alvarlegu tíðindi að öllu starfsfólki fyrirtækisins yrði sagt upp frá og með næstu mánaðarmótum, þar sem fyrirtækið væri að hætta rekstri, bæði vinnslu og útgerð.  Með þessum aðgerðum munu um 120 félagar okkar missa lífsviðurværi sitt, þegar uppsagnarfresti lýkur.

Formaður Verk Vest hefur boðað starfsfólk Kambs til til fundar þar sem farið verður yfir málin. Hægt var að heyra á orðum framkvæmdastjóra að heimamenn væru ekki tilbúnir til að kaupa fyrirtækið og halda þar áfram rekstri.

Verkalýðshreyfingin hefur lengi varað við þeirri þróun sem virðist nú blasa við í vinnslu sjávarafurða. Ekki er lengur hægt að tala um tímabundið ástand, heldur virðist sem um mjög alvarlegt og viðvarandi ástand sé að ræða. Á nýliðnum aðalfundi Verk Vest sendi fundurinn frá sér eftirfarandi samþykkt.


" Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga 2007 fagnar allri umræðu um atvinnumál, en hvetur jafnframt til opinnar og beinskeyttrar umræðu um fjölgun atvinnutækifæra sem fela í sér betur launuð störf á félagssvæði Verk Vest. Fagna ber þeirri umræðu sem þegar er í gangi, en ljóst er að sú umræða er því miður lituð af komandi kosningum."


Með tilfærslu og sölu aflheimilda eru veiðar og vinnsla sjávarafurða ekki sú stóriðja sem áður bar uppi byggðir Vestfjarða, og ljóst er að bregðast þarf við af fullum þunga til bjargar byggð á Vestfjörðum. Fundurinn fagnar þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í atvinnulífi Bílddælinga, og er það von okkar að framhald verði á þesskonar uppbyggingu á félagssvæði Verk Vest.

Jafnframt krefst fundurinn þess að strax verði staðið við gefin loforð um flutning starfa á vegum opinberra stofnanna til Vestfjarða. Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga skorar því á þing- og sveitarstjórnarmenn Vestfirðinga að beita sér fyrir tafarlausum úrbótum í atvinnumálum, svo byggðunum blæði ekki endanlega út.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.