Janina og Finnbogi
Janina og Finnbogi
1 af 5

Fimmtudaginn 28. feb. fór fram kosning trúnaðarmanns og öryggistrúnaðarmanns í fiskvinnslunni Eyrarodda á Flateyri. Fyrirtækið hélt þá starfsmannafund og við fengum að nota tækifærið til að koma þessum málum í rétt horf. Fundurinn var jafnframt nýttur til að dreifa kynningarefni um nýgerðan kjarasamning og svara spurningum félaga okkar í Eyrarodda um efni hans. Túlkur á fundinum var Janina Kryszewska og svo skemmtilega vildi til að hún var kjörin trúnaðarmaður félagsins. Öryggistrúnaðarmaður var kjörinn Rafal Majewski. Þau eru hér með boðin velkomin til starfa.

Sérstakur ljósmyndari félagsins, Adam Topolski var með í ferðinni og tók meðfylgjandi myndir.


þriðjudagurinn 26. febrúar 2008

Launaþróunartrygging í nýjum kjarasamningi

Svokölluð launaþróunartrygging í nýgerðum kjarasamningum hefur þvælst nokkuð fyrir mönnum.


Meira

Það gustar kalt um smábátana þessa dagana
Það gustar kalt um smábátana þessa dagana
1 af 2

Eins og komið hefur fram hér á vefnum var þ. 21. des. s.l. undirritaður kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda. Vonir voru bundnar við að með því væri stigið skref í átt til þess að starfsfólk smábátaútgerða njóti sömu félagslegra réttinda og annað launafólk á landinu, en sem kunnugt er hefur smábátaútgerð verið eina atvinnugreinin á Íslandi sem ekki hefur gert kjarasamning við sitt fólk.


Meira

1. maí kröfuganga á Ísafirði
1. maí kröfuganga á Ísafirði
Þrátt fyrir að rúmir tveir mánuður séu síðan launþegar lögðu hógværar kröfur fyrir Samtök atvinnulífsins þá eru krónurnar sem eiga að skila okkar fólki bættari kjörum enn í sjóðum atvinnurekanda. Þá hefur ríkisstjórnin enn ekki gefið svar um hvort tímabært sé að hún komi að samningaborðinu. Hvenær er tímabært að ríkisstjórnin komi að kjarasamningum ef það er ekki einmitt þegar deilan er komin í þann farveg sem hún er í nú?

Meira

Úr vinnslusal Odda hf.
Úr vinnslusal Odda hf.
Málefni fiskvinnslufólks voru rædd á fundi samninganefndar SGS í gær. Þung áhersla var lögð á aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar sem tryggðu hag fiskvinnslufólks við þær aðstæður sem eru að skapast í greininni. Ljóst er að breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar duga ekki til þegar brugðið er á þau ráð sem fiskvinnslan Vísir hf. viðhafði í tilkynningu lokunar starfsstöðva á Þingeyri og Húsavík.
Meira

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.