þriðjudagurinn 8. apríl 2008

Þotuliðið sækir ekki ráð til launafólks

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í dag er Geir H. Haarde forsætisráðherra á leið til Riksgränsan í Norður Svíþjóð á fund norrænu forsætisráðherranna. Á þessum fundi munu forsætisráðherrar Norðurlandanna ræða þau tækifæri og áskoranir sem fylgja hnattvæðingunni undir yfirskriftinni ,,Samkeppnishæf Norðurlönd í hnattvæddum heimi''. Til þessa fundar er boðið norrænu samstarfsráðherrunum auk fulltrúa frá Norðurlandaráði, sjálfstjórnarsvæðum, iðnaðar- og atvinnulífi, mennta- og rannsóknaumhverfinu, íbúasamtökum og ráðuneytum. Héðan frá Íslandi býður forsætisráðherra Þorsteini Pálssyni, ritstjóra Fréttablaðsins og Hannesi G. Sigurðssyni aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulísins.


Meira

föstudagurinn 4. apríl 2008

Kjararýrnun launþega staðreynd

Heimilin í landinu hafa ekki farið varhluta af þeim hækkunum sem dynja yfir á degi hverjum. Svo virðist sem reynt sé að vekja upp gamalkunnan draug sem hefur legið hefur í dvala undanfarin ár.
Meira

Nýju fánarnir
Nýju fánarnir
Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur valið nýtt útlit á fána félagsins.
Meira

Merki félagsins
Merki félagsins
Nýja síðan er hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði en vinna við gerð kjarasamninga hefur tafið opnun hennar.
Meira

þriðjudagurinn 1. apríl 2008

Unnið að kjarasamningum á Reykhólum

Þörungaverksmiðjan
Þörungaverksmiðjan
1 af 3
Hægt miðar með kjarasamninga fyrir starfsfólk Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. En kjarasamningur hefur verið laus þar frá áramótum líkt og var með kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
Meira

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.