Frá orlofsbyggðinni í Flókalundi
Frá orlofsbyggðinni í Flókalundi

Fyrstu úthlutun um orlofsdvöl er lokið og alls bárust 119 umsóknir sem er sprenging frá árinu 2020, en þá voru umsóknir eingöngu 59. Af þessum orsökum var ekki hægt að verða við öllum óskum um fyrsta val og varð að synja 50 umsóknum sem hafa þá alltaf möguleika að sækja um önnur laus tímabil.

Þess má til gamans geta að vinsælasta vikan var 23. – 30. júlí á Illugastöðum, en 21 umsókn barst um þá viku. Næst á eftir var vikan 16. – 23. júlí en í þá viku bárust 17 umsóknir um Illugastaði og 15 um Einarsstaði.

Nú birtum við í fyrsta sinn niðurstöðu úthlutunar á vefnum en Hægt er að skoða niðurstöðuna hér. Einnig er sendur póstur til þeirra sem fengu synjun.

Félagsmenn geta skoðað punktastöðu sína inni á orlofsvefnum, undir “Síðan mín” og velja þá vinstra megin “Mínar upplýsingar”

Punktastöðuna er einnig að finna á ferðaávísunarvefnum.

Við munum í mánuðinum senda út auglýsingu frá Orlofssjóði og auglýsa Ferðaávísunina og nýja gistimöguleika sem eru að bætast við þar t.d.

Útilegukortið kemur einnig brátt í sölu o.fl.

 

 


Frá 100 ára afmælisfagnaði Vlf. Baldurs og Sjómannafélags Ísfirðinga
Frá 100 ára afmælisfagnaði Vlf. Baldurs og Sjómannafélags Ísfirðinga
1 af 5

Verkalýðsfélagið Baldur var stofnað af verkafólki á Ísafirði 1. apríl árið 1916. Á þeim tíma var mikill uppgangur í bænum, vélbátum fjölgaði ört og mikil atvinna var hjá stóru verslununum sem jafnframt stóðu að útgerð og saltfiskverkun. Á stuttum tíma söfnuðust meir en 400 nöfn á félagalista Verkamannafélags Ísfirðinga, bæði sjómenn og landverkafólk, karlar jafnt og konur. Formaður félagsins var Júlíus Símonarson, titlaður húsmaður. Með honum í stjórn voru formennirnir Sigurgeir Bjarnason og Tómas Gunnarsson og Eyjólfur Bjarnason bókbindari. Félagið setti fram kröfur um hækkun dagvinnulauna og styttingu vinnudagsins úr tólf tímum í tíu. Voru kröfur félagsins í takt við samþykktir Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík, sem þá var nýstofnað. Ekki vildu atvinnurekendur ganga að þessum kröfum og var þá boðað verkfall á Ísafirði. Stóð verkfallið hjá stærstu atvinnurekendum í nokkra daga, en þá tók samstaðan að bregðast og fólk að sækja í vinnu á ný fyrir sömu laun og kjör og áður. Þar með stóð félagið eftir máttlaust og lognaðist útaf í kjölfarið.

Einn maður var þó ódrepandi málsvari félagsskapar verkafólks á þessum árum. Það var Ólafur Ólafsson verkamaður. Hann skrifaði greinar í blöð á Ísafirði og hélt opinbera fyrirlestra um kjör alþýðu og verkalýðsfélög, sem voru prentaðir. Og hann talaði enga tæpitungu þegar hann skrifaði: „Það er ofurmagn þrælsóttans fyrir auðvaldinu, sem vinnur á móti og niðurdrepur alt sjálfstæði yðar." (Valurinn 14. mars 1907).

Verkalýðsfélagið Baldur gerðist ásamt átta öðrum félögum á Vestfjörðum stofnandi Verkalýðsfélags Vestfirðinga árið 2002. 

Hér má lesa nánar um sögu Baldurs.


W świetle decyzji rządu i zaleceń epidemiologa, zachęcamy członków do korzystania z komunikacji elektronicznej z pracownikami stowarzyszenia. Praca w biurach  pozostanie niezmieniona, z wyjątkiem tego, że drzwi będą teraz zamknięte, więc osoby, które potrzebują dostępu do kluczy lub muszą odbyć rozmowę osobista , muszą umówić się na wizytę dzwoniąc pod numer 456-5190 lub e-mailem pod adresem postur @ verkvest.is .

Ograniczony dostęp do biur firmy w Ísafjörður i Patreksfjörður obowiązuje od czwartku 25 marca do czwartku 15 kwietnia. Ograniczony dostęp jest przede wszystkim środkiem zapobiegawczym, ponieważ stowarzyszenie chce przyczynić się do ochrony zdrowia członków i powstrzymania rozprzestrzeniania się wirusa.

Przepraszamy za wszelkie niedogodności, jakie może to spowodować członkom.


Frá undirritun samningsins. Standandi frá vinstri: Hildur Elísabet Pétursdóttir, Hrannar Örn Hrannarsson og Hanna Þóra Hauksdóttir í samninganefnd Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sitjandi frá vinstri: Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Hrund Karlsdóttir f.h. Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, og Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Frá undirritun samningsins. Standandi frá vinstri: Hildur Elísabet Pétursdóttir, Hrannar Örn Hrannarsson og Hanna Þóra Hauksdóttir í samninganefnd Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sitjandi frá vinstri: Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Hrund Karlsdóttir f.h. Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, og Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Í hádeginu í gær var undirritaður stofnanasamningur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða við Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur. Samningurinn byggir á kjarasamningi ríkisins við Starfsgreinasambandið sem undirritaður var 6. mars 2020.

Samningurinn tekur til 107 starfsmanna stofnunarinnar á öllum starfsstöðvum. Flest störfin eru í aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, við ræstingu og í eldhúsum.

Veruleg kjarabót er fólgin í samningnum sem er afturvirk til fyrsta janúar. Þeim sem voru á lægstu launum er tryggð mesta hækkunin í krónum talið. Allir skulu að lágmarki hafa hækkað um 90.000 krónur 1. janúar 2022.  

Annars er helsta nýmælið vörpun í nýja launatöflu, sem byggir bæði á flokkum og þrepum, en eldri launatafla var einungis með flokka. Vörpunin gerði samningagerðina talsvert flókna, en einfaldar launaröðun til framtíðar og auðveldar samanburð við önnur stéttarfélög.

„Samstarfið við stéttarfélögin hefur gengið vel þrátt fyrir tímafreka útreikninga,“ segir Hanna Þóra Hauksdóttir mannauðsstjóri sem leiddi samninganefnd Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Formenn Verk Vest og VSB taka undir orð Hönnu Þóru en bæta við að samningaferlið hafi verið flóknara vegna yfirfærslu í nýja launatöflu. Þegar upp er staðið þá tryggi nýr samningur starfsfólkinu á "gólfinu" verulegar kjarabætur á samningstímanum sem er einmitt helsta markmið samningsins. 


Í ljósi ákvörðunar ríkisstjórnar og tilmæla sóttvarnarlæknis hvetjum við félagsmenn til að nýta rafræn samskipti við starfsfólk félagsins. Starfsemi á skrifstofum félagsins verður óbreytt að því undanskildu að nú verður hurðin læst, þannig að þeir sem þurfa nálgast lykla eða þurfa nauðsynlega að eiga samtal þurfa að bóka tíma í síma 456-5190 eða með tölvupósti á postur@verkvest.is

Takmarkað aðgengi hjá skrifstofum félagsins á Ísafirði og Patreksfirði gildir frá og með fimmtudeginum 25. mars til  fimmtudagsins 15. apríl. Takmarkað aðgengi er fyrst og fremst varúðarráðstöfun þar sem félagið vill leggja sitt af mörkum til að verja heilsufar félagsmanna og hefta útbreiðslu veirunnar. 

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda félagsmönnum.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.